Stofnendur Varlega ehf. eru þeir Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson.
Markmið Varlega
Frá upphafi höfum við viljað gera fólki sem notar vímuefni kleift að gera það með öruggari hætti.
Persónuleg þjónusta
Við hjá Varlega nálgumst alla okkar vinnu af mikilli virðingu og viljum byggja traust til okkar viðskiptavina.
Við viljum að viðskiptavinir okkar viti að við erum með þeim í liði og þeim er velkomið að leita til okkar ef þá vantar góð ráð eða ef einhverjar spurningar vakna um vímuefnapróf eða önnur tengd mál. Við munum reyna eftir fremsta megni að aðstoða fljótt og lofum þeim ávallt fullum trúnaði.
Hvað er Varlega?
Varlega er fyrirtæki sem flytur inn vímuefnapróf. Þau gera notendum kleift að athuga hvort vímuefni innihaldi raunverulega það virka efni sem hann telur sig hafa og einnig hvort í það hafi verið blandað öðrum efnum.