Skilmálar og fyrirvarar

Virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum í vefverslun og reikningar eru gefnir út með VSK. Varlega ehf. tekur ekki ábyrgð á ákvörðum einstaklings og/eða niðurstöðum vímuefnaprófana.

Persónuvernd

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.Upplýsingar um viðskipti kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila nema slíkt sé okkur skylt samkvæmt dómsúrskurði. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða við afhendingu vöru. 

Sendingafyrirkomulag

Viðskiptavinir hafa val um að fá pöntun senda heim eða að sækja í póstbox.

Ef viðskiptavinir kjósa að sækja í póstbox skal tilgreina í athugasemd í hvaða póstbox viðkomandi óskar eftir að sækja pöntunina. 

Allar pantanir innan höfuðborgarsvæðisins verða keyrðar út innan tveggja virkra daga.

Ef senda þarf utan höfuðborgarsvæðis er pöntun send með Íslandspósti. Þá fer hún í póst í næsta virka dag eftir pöntun. Venjulega tekur þetta ferli ekki nema 3-5 virka daga. Starfsmenn Íslandspósts keyra síðan pakka til þín á milli kl. 17:00-22:00 á kvöldin. Ef enginn er heima þegar starfsmaður Íslandspósts kemur skilur hann eftir tilkynningu þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna.
Enginn sendingarkostnaður er greiddur fyrir póstbox ef verslað er fyrir 9.000kr eða meira, annars leggst sanngjarn sendingarkostnaður við vöruverð. Þetta gildir óháð landshluta.

Pakkar bera ekki merki um innihald. 

Athugið að sé notast við þjónustu Íslandspósts eða annarra þriðju aðila við afhendingu, er nafn, símanúmer, og eftir atvikum heimilisfang, kaupanda skráð hjá þjónustuaðila en ekki frekari upplýsingar.

Vöruskil

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, má kaupandinn hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún barst. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.

Fyrirvarar

Vefsíða þessi og vörur í vefverslun eru einungis ætlaðar einstaklingum 18 ára og eldri. Efni sem fram kemur á síðu þessari fjallar í einhverjum tilfellum um vímuefni, lögleg eða ólögleg. Vörur í vefverslun Varlega.is eru sumar ætlaðar til mælinga á vímuefnum, löglegum eða ólöglegum. Einstaklingar skoða vefsíðu þessa og vefverslun á eigin ábyrgð, eigin forsendum og af fúsum og frjálsum vilja. Varlega ehf ber því enga ábyrgð á þeim óþægindum sem efni vefsíðunnar eða vörur í vefverslun kunna að valda. 

Varlega ehf hvetur ekki til neyslu vímuefna með neinum hætti, hvorki löglegra né ólöglegra efna. Öruggasta leiðin til að forðast mögulegar skaðlegar afleiðingar vímuefnaneyslu er að sleppa henni algerlega. Vörur þær sem hér eru seldar eru ætlaðar til skaðaminnkunar og til að auka öryggi þeirra sem þrátt fyrir það kjósa að nota vímuefni. Vörur þessar eru ætlaðar einstaklingum til einkanota og í fyrirbyggjandi tilgangi. 

Hafa skal í huga að niðurstöður vímuefnaprófanna sem hér eru seld eru aldrei 100% áreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum, ófyrirsjáanlega og óháð okkar vilja, gætu niðurstöður prófa gefið upp falska jákvæða niðurstöðu og/eða falska neikvæða niðurstöðu. Varlega ehf ber ekki ábyrgð neinum skaða eða afleiðingum sem falskar niðurstöður í slíkum tilfellum kunna að valda. Þær ákvarðanir sem viðskiptavinur tekur út frá túlkun niðurstaðna prófanna tekur hann á eigin ábyrgð og af fúsum og frjálsum vilja. Ef einhver vafi leikur á í túlkun á niðurstöðum prófa sem hér eru seld ráðleggjum við fólki að framkvæma fleiri og/eða ítarlegri próf. Einnig viljum við benda þeim sem vilja mjög nákvæma og áreiðanlega niðurstöðu prófa að leita til fagaðila á sviði efnagreininga. Prófin eru til leiðbeiningar og þeim er ekki ætlað að koma í stað
rannsókna á viðurkenndri rannsóknarstofu.

Varlega ehf ber ekki ábyrgð á neinum skaða eða afleiðingum sem túlkun eða mistúlkun á niðurstöðum prófa og fræðsluefnis á síðunni kann að valda. Kjósi einstaklingur að neyta ólöglegra vímuefna er það alltaf á hans ábyrgð. Engu hér á síðunni, hvorki efni eða vörur, er ætlað að hvetja til eða viðurkenna neyslu vímuefna, löglegra sem ólöglegra.

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Varlega.is.
Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði Varlega.is. Hver kaup eru bindandi fyrir
kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum Varlega.is.

Varlega ehf.

kt. 450123-2340

104 Reykjavík

varlega@varlega.is

VSK-númer: 147230